Skagafjörður - Að veita framúrskarandi þjónustu

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins

Lýsing:

Mikilvægi góðrar þjónustu er algert þegar kemur að árangri þjónustufyrirtækja. Léleg þjónusta er ávísun á slæmt umtal, kvartanir, óánægju viðskiptavina og óánægju starfsfólks. Þjónustan er ofarlega í huga fólks og það sem einu sinni var frábært, eins og t.d. það að geta fengið endurgreitt, telja flestir í dag ekki góða þjónustu, heldur sjálfsögð réttindi.

Það er staðreynd að kvörtunum fer fjölgandi á meðan tryggð viðskiptavina fer minnkandi. Óánægja í eitt skipti er í mörgum tilfellum nægileg ástæða til að vilja ekki lengur vera í viðskiptum. Rannsóknir sýna að árangur vinnustaða tengist ánægju þeirra sem eiga við þá viðskipti.  Þjónusta er fyrirbæri sem ekki er hægt að aðskilja frá þáttum eins og góðu skipulagi, stjórnun, samskiptum, starfsánægju og góðum móral. Margt verður að virka saman til að heildin skili árangri í þjónustunni. 

Þau atriði sem viðskiptavinir meta þjónustuna á eru nokkur: Hraði, þekking á þjónustu eða vöru, áreiðanleiki, frumkvæði, viðmót og ásýnd fyrirtækis og starfsfólks og ímynd.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á væntingar viðskiptavina og mikilvægi góðrar þjónustu. Farið er í mikilvægustu atriði þjónustu eins og hverjir eru okkar viðskiptavinir, hvaða væntingar hafa þeir og hvenær er þjónusta góð? Hvaða atriði skipta máli í huga viðskiptavinarins? Farið er í kvartanir og mikilvægi þeirra í að bæta árangur. 

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

 • Lykilatriði í þjónustu
 • Væntingar viðskiptavinarins
 • Viðmót og framkoma augliti til auglitis og í síma
 • Kaffiblettir í þjónustu.
 • Hvaða ímynd vil ég skapa?

Ávinningur:

 • Innsýn í lykilatriði í þjónustu.
 • Aukin innsýn í eigin frammistöðu.
 • Aukin ánægja viðskiptavina með þjónustuna.
 • Aukin ánægja starfsmanna af því að veita þjónustu.
 • Færri kvartanir.
 • Meira sjálfsöryggi í framkomu við viðskiptavini. 

 

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Þekkingamiðlun.

Lengd: 3-4 klst.

Hvenær: Mánudaginn 24.september kl. 13:00-16:00.

Önnur námskeið

 • Boðið til veislu - smáréttir - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

 • Heimilisfræði - heimshornaflakk

 • Heitreyking og reyking á villibráð

 • Hrápylsugerð

 • HSN - Click Sense

 • HSN - Gæðahandbók og innri vefur

 • HSN - Konfektgerð

 • HSN - Líknar og lífslokameðferð

 • HSN - RAI Homecare

 • HSN - Saga skráning

 • HSN - Sigraðu sjálfan þig

 • HSN - Starfslokanámskeið

 • HSN - Vinnustund

 • HSN - Þjónandi leiðsögn - grunnnámskeið - öldrunarþjónusta

 • Húsgagnasmíði með yfirborðsfræsara

 • Íslenska fyrir útlendinga 1

 • Íslenska fyrir útlendinga 2

 • Íslenska fyrir útlendinga 3

 • Íslenska fyrir útlendinga 4

 • Komdu að synda - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - Hefst 30. ágúst

 • Mannlegi millistjórnandinn

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Sigraðu sjálfan þig

 • Skagafjörður - Erfið starfsmannamál

 • Skagafjörður - Sigraðu sjálfan þig

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skemmtibátapróf

 • Skrifstofuskólinn

 • Smíðanámskeið með Atla - vor 2019 - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Starfslokanámskeið

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Úrbeining á kind

 • Vinyl prentun á efni/textíl

 • Viskí námskeið – Vetur , sumar, vor og haust

 • Zumba - dansnámskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Þurrka og grafa