Skagafjörður - Glóðir og guðaveigar

Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins

Grill námskeið fyrir húsbændur og húsfreyjur sem hafa áhuga á grill athöfnum ýmiskonar. Farið verður yfir grillun á kjöti og fiski og sérstaklega er meðlæti með grillmat gerð góð skil þ.e. grænmeti og ávextir af grillinu og sósur frá ýmsum heimshornum sem notaðar eru með grillmat. Loks verður farið yfir hvaða bjór passar vel með ýmsum grillmat og smakk verður á boðstólnum af a.m.k. fjórum tegundum af öli fyrir þá sem hafa aldur til.

Í lok námskeiðs er slegið upp veislu og afraksturinn snæddur.

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að fresta öllum námskeiðum fræðsluáætlunar, í samstarfi við Farskólann, á meðan neyðarástandi er lýst yfir í landinu.

Önnur námskeið