Skagafjörður - Námskeið um einelti, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi

Námskeið fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni?

Um hvað er námskeiðið?

Hvað er einelti og kynferðisleg áreitni? Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015 eru kynnt. Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni? Ennfremur er fjallað um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum komi þau upp og hvernig koma má í veg fyrir að þau endurtaki sig. Fjallað verður um „stefnu og viðbragðsáætlun“ vegna eineltismála.

Ávinningur

Meiri þekking á einelti og tengslum þess við vinnuumhverfi og vinnuskipulag almennt.

Hvernig?

Námskeiðið er 3 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestri og hópverkefnum.

Leiðbeinandi: Guðmundur Þ. Sigurðsson verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu. 

Hvenær: 14.febrúar kl. 13:00-16:00 í Farskólanum við Faxatorg.

Önnur námskeið