Skagafjörður - Sigraðu sjálfan þig

Námskeiðið er fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Á námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess sem þú dreymir um. 

Á námskeiðinu er boðið upp á fjölmörg verkfæri og einstakt tækifæri til sjálfsskoðunar í víðu samhengi. Þannig finnur þátttakandinn leiðina upp úr djúpum hjólförum vanans og temur sér nýja siði sem á endanum koma honum þangað sem hann stefnir. Þetta er námskeiðið sem tryggir það að þú byrjir á réttum enda og náir árangri í stað þess að gefast upp. 

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar.

Markþjálfi segir ekki hvað beri að gera né hvernig. Hann liðsinnir fólki frekar við að glöggva sig á sjálfu sér og aðstæðum sínum, og frá fleiri sjónarhornum en áður. Hann hjálpar til við að finna nýjar leiðir að árangri í öllu því sem að höndum ber og að viðhalda afrakstrinum.

Allt sem þú hefur gert hingað til, allar þær ákvarðanir sem þú hefur tekið, hafa komið þér þangað sem þú ert í dag. Ef þú vilt annað eða meira er líklegt að þú þurfir að opna augun fyrir möguleikum á að gera hlutina á annan veg, forgangsraða með öðrum hætti og koma þér markvisst og meðvitað út af þægindasvæði hversdagsins.

Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson, markaðsfræðingur og höfundur bókarinnar „Sigraðu sjálfan þig“. 

Lengd: 7 klst.

Hvenær: þriðjudaginn 9.október kl. 9:00 - 16:00.

Önnur námskeið

 • Boðið til veislu - smáréttir - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

 • Heimilisfræði - heimshornaflakk

 • Heitreyking og reyking á villibráð

 • Hrápylsugerð

 • HSN - Click Sense

 • HSN - Gæðahandbók og innri vefur

 • HSN - Konfektgerð

 • HSN - Líknar og lífslokameðferð

 • HSN - RAI Homecare

 • HSN - Saga skráning

 • HSN - Sigraðu sjálfan þig

 • HSN - Starfslokanámskeið

 • HSN - Vinnustund

 • HSN - Þjónandi leiðsögn - grunnnámskeið - öldrunarþjónusta

 • Húsgagnasmíði með yfirborðsfræsara

 • Íslenska fyrir útlendinga 1

 • Íslenska fyrir útlendinga 2

 • Íslenska fyrir útlendinga 3

 • Íslenska fyrir útlendinga 4

 • Komdu að synda - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - Hefst 30. ágúst

 • Mannlegi millistjórnandinn

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Sigraðu sjálfan þig

 • Skagafjörður - Að veita framúrskarandi þjónustu

 • Skagafjörður - Erfið starfsmannamál

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skemmtibátapróf

 • Skrifstofuskólinn

 • Smíðanámskeið með Atla - vor 2019 - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Söltun og reyking

 • Starfslokanámskeið

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Úrbeining á kind

 • Vinyl prentun á efni/textíl

 • Viskí námskeið – Vetur , sumar, vor og haust

 • Zumba - dansnámskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Þurrka og grafa