Skagafjörður - Styrkleikar í lífi og starfi

Námskeiðið er hluti af fræðsluáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá grunnfærni í styrkleikanálgun, að þekkja eigin styrkleika og hafa
verkæri til að vinna með þá áfram í bæði einkalífi sem og starfi.

Lykilspurningar sem skoðaðar eru á námskeiðinu:
 Hvað er „neikvæð slagsíða“?
 Hvað eru styrkleikar og hvers vegna skipta þeir máli?
 Hvaða styrkleikar eru mikilvægir fyrir starfsmenn, þegar horft er til framtíðar?
 Hvernig nýtast þeir í vinnunni og í einkalífinu?
 Hverjir eru þínir styrkleikar og hvernig getur þú unnið með þá?
 Hvað er að ofnota styrkleika?
 Hverjir eru algengastir á heimsvísu/á Íslandi?
 Hvernig geta þeir nýst innan fjölskyldunnar?
 Hvernig geta styrkleikar breytt hlutverkum, ábyrgð og verkefnum fjölskyldumeðlima/vinnufélaga?
 Hvernig “grípum” við styrkleika hjá öðrum?
 Hvernig notum við styrkleikanálgun á vinnustaðnum okkar?

Leiðbeinandi: Guðrún Snorradóttir markþjálfi.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að fresta öllum námskeiðum fræðsluáætlunar, í samstarfi við Farskólann, á meðan neyðarástandi er lýst yfir í landinu.

Önnur námskeið