Skjánotkun barna og unglinga ... og okkar hinna! - FRÍR FYRIRLESTUR

Fyrirlestur í boði Farskólans í tilefni af 25 ára afmæli skólans.

Hverjar eru hættur netsins? Er til eitthvað sem kallast netfíkn? Hvernig birtist hún? Rannsóknir sýna að 12% þeirra sem nota netið reglulega ánetjast því. Það er mikilkvægt að foreldrar skilji vandann og hvað sé best að gera í málinu. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða án vandkvæða.  

Leiðbeinandi: Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. 

Lengd: 2 klst. með umræðum.

Hvar og hvenær:  

Í sal Samstöðu á Blönduósi, fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00 - 19:00.

Til athugunar: Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlesturinn upp á húsnæði og kaffi að gera.

Önnur námskeið