Skrifstofuskólinn

Viltu vinna á skrifstofu eða vantar þig grunn í tölvufærni?

Skrifstofunám er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf eða hugar að frekara námi í þeim geira. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni og fái verkfæri og verkferla sem nýtist þeim í starfi.

Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra yfir á almenn skrifstofustörf.

Að námi loknu eiga námsmenn að vera færir um að starfa á skrifstofu og geta unnið þar öll helstu störf sem þarf að sinna. Þeir eiga að hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa góða innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu.

Að loknu námi hefur þú:
• eflt sjálfstraust þitt og öryggi til faglegra starfa, til dæmis á skrifstofu
• aukið þjónustufærni þína
• náð valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf
• aukið námsfærni þína
• komið þér upp góðri ferilskrá

Helstu námsgreinar: Vaxtareikningur, þjónusta, gagnvirk samskipti, bókhald, tölvubókhald, námstækni, markmiðasetning, færnimappa og ferilskrá, tölvu- og upplýsingatækni.

Námsmat: Verkefnaskil, 80% mætingaskylda í hvern námsþátt og virk þátttaka.

Fyrir hverja: Námið er einkum ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur ekki lokið framhaldsskóla. Vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því.

Lengd: Námið er 160 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til styttingar framhaldsskóla.

Hvar og hvenær: Námið hefst í febrúar 2020. Kennt verðurá þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 - 21:40 og nokkra laugardaga. Námið verður fjarkennt um Norðurland vestra frá Sauðárkróki.

Verð: 59.000 kr.

Tekið verður við umsóknum til 24. janúar í gegnum tölvupóst á farskolinn@remove-this.farskolinn.is og í síma 455 6010.

Til athugunar: Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. Kannaðu þinn rétt.

Önnur námskeið

 • Að setja mörk

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Eldað án glútens – glútenlaust fæði

 • HSN - Á eigin skinni

 • HSN - Mannlegi millistjórnandinn - Markviss stjórnendaþjálfun

 • HSN - Núvitund

 • HSN - Sár og sárameðferð

 • HSN - Sigraður streituna

 • HSN - Skyndihjálp - 4 tíma

 • HSN - Skyndihjálp 12 klst

 • HSN - Þjónandi leiðsögn – námskeið fyrir leiðbeinendur (MENTORA)

 • Íslenska 1 – Icelandic 1

 • Íslenska 2 – Icelandic 2

 • Íslenska 3 – Icelandic 3

 • Markviss stjórnendaþjálfun

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Ostagerð

 • Skagafjörður - Jafnréttismál í stjórnun, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu

 • Smíðanámskeið með Atla - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Styrkleikar í lífi og starfi

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Umhirða dráttavéla og annarra tækja til bæja og sveita

 • Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum

 • Úrbeining á folaldi

 • Viskínámskeið - sögustund