Skrifstofuskólinn

Námsleiðin Skrifstofuskólinn er ætluð þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að skipta um starfsvettvang

Lýsing: almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem vilja styrkja stöðu sína í starfi eða eru á leið út á vinnumarkaðinn, einnig hentar námið afar vel þeim sem eru á leið aftur út á vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé. 

 Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum.

Meðal kennslugreina eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Wordritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun, námstækni og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir heimavinnu.

Skrifstofuskólinn er styrktur af Fræðslusjóði. Hann er ætlaður fólki í markhópi framhaldsfræðslunnar en það eru einstaklingar sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Heimild er til að meta námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að Skrifstofuskólinn verði kenndur í gegnum SKYPE í námsverin á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga.

Nánari lýsingar á Skrifstofuskólanum má sjá á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Kennslufyrirkomulag: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra.

Námsmat: Gert er ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku námsmanna. Engin formleg próf eru tekin. Í sumum tilfellum getur verið gert ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og heima.

Hvar og hvenær: Námið hefst um leið og nægri þátttöku verður náð. Gert er ráð fyrir að Skrifstofuskólinn verði kenndur í gegnum SKYPE í námsverin á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga.

Lengd: Skrifstofuskólinn er 180 klst nám undir leiðsögn kennara.

Verð: 61.000 kr. Stéttarfélög greiða allt að 75% af námskeiðskostnaði.

Fjöldi: Gert er ráð fyrir 12-14 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra.

 

Skráning hjá starfsfólki Farskólans í síma 455 6010 eða á farskolinn@remove-this.farskolinn.is 

 

Önnur námskeið

 • Allt um Google

 • Boðið til veislu - smáréttir - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

 • Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

 • HSN - Click Sense

 • HSN - Gæðahandbók og innri vefur

 • HSN - Konfektgerð

 • HSN - Saga skráning

 • HSN - Vinnustund

 • Húsgagnasmíði með yfirborðsfræsara

 • Íslenska fyrir útlendinga 1

 • Íslenska fyrir útlendinga 2

 • Íslenska fyrir útlendinga 3

 • Íslenska fyrir útlendinga 4

 • Komdu að synda - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Langar þig að vera óstöðvandi?

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Ostagerð

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skemmtibátapróf

 • Skjánotkun barna og unglinga ... og okkar hinna! - FRÍR FYRIRLESTUR

 • Smíðanámskeið með Atla - vor 2019 - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Tækjaleikfimi - Þreksport - Fullorðinsfræðsla fatlaðra

 • Úrbeining á kind

 • Zumba - dansnámskeið - Fullorðinsfræðsla fatlaðra vorönn 2019

 • Þurrka og grafa