Skrifstofuskólinn

Námsleiðin Skrifstofuskólinn er ætluð þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að skipta um starfsvettvang.

Lýsing: Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir að því að starfa á skrifstofu.

Að loknu námi hefur námsmaður: Aukið sjálfstraust sitt, öryggi og færni til faglegra starfa á skrifstofu, aukið þjónustufærni sína, náð valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf, aukið námsfærni sína. 

Innihald námsins: Námsdagbók og markmiðasetning, samskipti, sjálfstraust, námstækni, hraðlestur, tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, þjónusta, handfært bókhald, tölvubókhald, færnimappa og ferilskrá og fl. 

Nánari lýsingar á Skrifstofuskólanum má sjá á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Kennslufyrirkomulag: Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Námið verður kennt frá Sauðárkróki en kennt verður í gegnum SKYPE ef námsmenn koma víða að á Norðurlandi vestra.

Námsmat: Gert er ráð fyrir 80% mætingu og virkri þátttöku námsmanna. Engin formleg próf eru tekin. Í sumum tilfellum getur verið gert ráð fyrir verkefnavinnu bæði í kennslustundum og heima.

Hvar og hvenær: Námið hefst á vorönn 2018 og því líkur á haustönn. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum.

Lengd: 160 klst. eða 240 kest.

Verð: 52.000 kr. Stéttarfélög greiða allt að 75% af námskeiðskostnaði.

Fjöldi: Gert er ráð fyrir 12-14 þátttakendum af öllu Norðurlandi vestra.

 

Önnur námskeið

 • FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

 • Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

 • Heimilisfræði - heimshornaflakk

 • Íslenska fyrir útlendinga 1, 2 og 3 - Icelandic for foreigners

 • Íslenska fyrir útlendinga 4 - Blönduós

 • Mannlegi millistjórnandinn

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Ostagerð

 • Skemmtibátapróf

 • Svæðisleiðsögn