Smáréttir við öll tækifæri

Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Smáréttir gera veisluna og matarboðið skemmtilegt Á námskeiðinu verður farið í nokkrar útfærslur á smáréttum sem henta á veisluborðið (fermingaveisluna), sem listauki, sem forréttur, í koteilboðið eða þegar á að hafa huggulegt kvöld með fjölskyldu eða vinum. Þátttakendur setja sjálfir saman nokkrar tegundir af smáréttum sem þeir síðan snæða saman í lokin.

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari 

Verð: 14.900 kr. Frítt fyrir félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum.

Hvar og hvenær:

19. mars kl. 17:30-21:00 á Sauðárkróki - LOKIÐ

20. mars kl. 17:30 - 21:00 á Sauðárkóki - LOKIÐ

27. mars kl. 17:30-21:00 á Blönduósi - FULLSETIÐ NÁMSKEIÐ - SKRÁNING Á BIÐLISTA

28. mars kl. 17:30-21:00 á Hvammstanga - LAUS PLÁSS

26. mars kl. 17:30 - 21:00 í grunnskólanum á Skagaströnd - NÝTT NÁMSKEIÐ!

 

Til athugunar: Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Önnur námskeið