Svæðisleiðsögn

Leiðsögunám undirbýr nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um Norðurland vestra.

Lýsing: Námið er samtals 22 einingar og skiptist í tvennt; kjarna og svæðisbundið leiðsögunám. Nám í kjarna er 17 einingar. Nám í svæðisþekkingu er 5 einingar og felur í sér sérhæfingu á Norðurlandi vestra.

Námið er kennt í samstarfi við Leiðsöguskóla Íslands (Menntaskólann í Kópavogi) og jafngildir fyrri önninni í leiðsögunámi MK auk 5 eininga í sérhæfingu á Norðurlandi vestra.

Námið hefst í september 2018 ef nægri þátttöku verður náð, og lýkur í maí 2019. Kennt verður tvö kvöld í viku auk vettvangs- og æfingaferða. Fjarkennt verður í námsverin á Norðurlandi vestra. 

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám/reynslu að baki ásamt því að hafa mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku.

Nemendur þurfa að standast munnlegt inntökupróf í ensku áður en skólavist er heimiluð. Hér er um krefjandi og skemmtilegt nám að ræða. 

Markmið að námsmaður:

öðlist almenna þekkingu við leiðsögn með ferðamenn.

öðlist sérmenntun á sviði leiðsagnar um Norðuland vestra.

hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð.

 

 Námsgreinar:

Atvinnuvegir ATV 101

Bókmenntir og listir BOL 102

Dýralíf DÝR 101

Ferðaþjónusta FEÞ 101

Gróður – náttúruvernd GRN 101

Íslenska samfélagið ÍSA 101

Jarðfræði JAR 102

Leiðsögutækni – samskipti JAR 102

Íslandssaga SAG 101

Skyndihjálp SKY 101

Tungumálanotkun I TMN 102

Vettvangsnám VEV 102

Svæðalýsingar SVÆ 106

 

Námsmat

Námsmat byggir á skriflegum og/eða munnlegum verkefnum og prófum

Nemendur þurfa að fá a.m.k. sjö af tíu í einkunn í öllum greinum

Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar vettvangs- og æfingaferðir

Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004

Námið er viðurkennt af Félagi leiðsögumanna

 

Verð

Verð: 310.000 kr.

Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn að öðru leiti en því að nemendur greiða sjálfir fyrir   uppihald í ferðum.

Námsgögn eru ekki innifalin í námsgjöldum.

Vinsamlega athugið að ekki er hægt að fá námsgjald fellt niður þótt nemandi hætti í náminu.

Nánari upplýsingar um námið veita Halldór og Bryndís í síma 455 6010 eða á farskolinn@farskolinn.is 

Önnur námskeið

 • FabLab smiðja fyrir frumkvöðla

 • Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

 • Heimilisfræði - heimshornaflakk

 • Íslenska fyrir útlendinga 1, 2 og 3 - Icelandic for foreigners

 • Íslenska fyrir útlendinga 4 - Blönduós

 • Mannlegi millistjórnandinn

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

 • Opin smiðja – Beint frá býli

 • Ostagerð

 • Skagafjörður - Að veita framúrskarandi þjónustu

 • Skagafjörður - Erfið starfsmannamál

 • Skagafjörður - Sigraðu sjálfan þig

 • Skagafjörður - Skyndihjálp 4 klst.

 • Skagafjörður - Skynidhjálp 12 klst

 • Skemmtibátapróf

 • Skrifstofuskólinn