Á eigin skinni

Fjarnámskeið með Sölva Tryggvasyni

Lýsing:

Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, leiðum til að bæta svefn, heilastarfsemi og hvernig má draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu. Sérstök áhersla verður lögð á hluti sem eru nytsamlegir á þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi; eins og leiðir til þess að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og lykilaðferðir í að halda ónæmiskerfinu öflugu.

Sölvi gaf nýverið út bókina: Á eigin skinni, sem er afrakstur áratugs vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess sem hann gerir endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Hvenær:

Miðvikudaginn 1. apríl. Klukkan14:00 - 15:00. Fjarnámskeið á ZOOM.

Athugið að vegna mikils áhuga hefur verið bætt við nýjum hópi; hópi 2 (sjá skráningarhnapp). Fyrirlestur fyrir þann hóp verður kl 17:00 sama dag.

Það er ánægjulegt hversu góð aðsóknin er á fyrirlestur Sölva. Búið er að bæta við þriðja hópnum (Hópur 3). Sá fyrirlestur verður haldinn 3. apríl klukkan 13:00 - 14:00. Muna að skrá sig í gegnum græna hnappinn sem merktur er ,,Hópur 3".

Námskeiðið er í boði fyrir íbúa á Norðurlandi vestra og er samstarfsverkefni Farskólans, SSNV og stéttarfélaganna Öldunnar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Sameykis, Samstöðu og Kjalar og viljum við bjóða íbúum svæðisins á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu. 

Önnur námskeið