Tölvuöryggi

Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar á netinu

Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar.  Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.
 
Eftirfarandi spurningar er á meðal þess sem við leitumst við að svara á námskeiðinu:
• Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt?
• Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim?
• Hvað er "malware" hvernig á að verjast þeim?
• Hvað er  "ransomware" og er hægt að verjast því?
• Hvernig þekkjum við falskar vefsíður?
• Hvernig má þekkja falska tölvupósta?
• Hvernig geri ég þráðlausanetið mitt öruggara?
 
Fyrirkomulag:
Námskeiðið er í fyrirlestraformi og með sýnikennslu.

Hvar og hvenær:
Hvammstangi 18.október kl. 16:00-19:00
Sauðárkrókur 22.október kl. 13:00- 16:00
Blönduós 22.október kl. 17:00-20:00.

Leiðbeinandi:  Hermann Jónsson, microsoft sérfræðingur.

Verð: 29.000 kr. *

*Athugið að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða fyrir þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra sem eru aðilar að Sveitamennt og ríkisstofnana og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Ríkismennt. Þetta gildir um starfsmenn í Samstöðu og Öldunni.

Önnur námskeið

 • Allt um office 365 - verkfæri og möguleikar

 • Árangursrík samskipti

 • Að auka seiglu og stjórna eigin líðan

 • Betri nýting á folalda og hrossakjöti

 • Fars, pylsu og bjúgnagerð

 • Heit- og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð

 • Hrápylsugerð

 • Ostagerð

 • Pate- og kæfugerð

 • Söltun og reyking

 • Úrbeining á folaldi

 • Úrbeining á kind

 • Verkefnastjórnun fyrstu skrefin

 • Þurrka og grafa