Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum

Á þessu námskeiði er fjallað um helstu þætti upplýsinga- og skjalastjórnar, s.s. helstu hugtök, lög og reglur, samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar, öryggismál upplýsinga, stafræna þróun og innleiðingu.

Stjórnun og miðlun upplýsinga er samofin daglegu starfi hjá skipulagsheildum. Án kerfisbundinnar skjalastjórnar er aukin hætta á að skjöl rati í rangar hendur, eyðileggist eða jafnvel glatist. Á þessu námskeiði er fjallað um helstu þætti upplýsinga- og skjalastjórnar, s.s. helstu hugtök, lög og reglur, samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar, öryggismál upplýsinga, stafræna þróun og innleiðingu. Tekin eru fyrir raunveruleg dæmi og reynt að tengja efnið sem best við reynslu þátttakenda svo það nýtist sem best í starfi.

Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar þeim sem annast skipulag skjalamála á eigin vinnustað, s.s. vistun og skráningu gagna, pökkun eða eyðingu þeirra, eða standa frammi fyrir slíkum verkefnum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.

Leiðbeinandi:
Ragna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Ragna er með M.Sc. í upplýsingastjórnun frá Árósarháskóla og doktorspróf í upplýsingafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og miðlun upplýsinga og skjalastjórn.

Lengd: 4 klst.

Verð: 29.000 kr.

Hvar og hvenær: Í Farskólanum á Sauðárkróki, EKKI HALDIÐ Í FEBRÚAR VEGNA ÓNÓGRAR ÞÁTTTÖKU. TIL STENDUR AÐ AUGLÝSA AFTUR HAUST 2020.

 

*Athugið að félagsmenn stéttarfélaganna Sameykis, Kjalar og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Samstöðu og Öldunni eiga þess kost að sækja þetta námskeið frítt.

Félagsmenn í Sameyki og Kili verða að skrá sig á námskeiðið hjá Starfsmennt til að fá námskeiðið greitt.

Önnur námskeið