Viltu kanna möguleika þína?

Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á náms- og starfsráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin er fjármögnuð af Fræðslusjóði.

Hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra er hægt að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Viðtölin fara fram í húsnæði Farskólans við Faxatorg á Sauðárkróki eða í námsverunum á Norðurlandi vestra.

Ráðgjöfin er fyrst og fremst ætluð fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að skoða möguleika til frekara náms eða þróa færni á starfsvettvangi.

Viðtölin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Í hverju felst aðstoð náms- og starfsráðgjafa?

Náms- og starfsráðgjafi getur meðal annars veitt:

  • Upplýsingar um nám og störf.
  • Aðstoð til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og/eða starfsvals.
  • Aðstoð við að kanna áhugasvið, færni og persónulegra styrkleika með tilliti til náms og starfa.
  • Aðstoð við mat á möguleikum til náms og starfa.
  • Aðstoð við að takast á við hindranir í námi.
  • Aðstoð við að setja sér markmið og gera áætlun um nám eða starfsþróun.
  • Leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi t.d. glósugerð og prófundirbúning.
  • Stuðning og hvatningu til símenntunar.
  • Aðstoð við gerð ferilskráa (CV) og atvinnuumsókna.
  • Aðstoð við að leita að áhugaverðu tómstundastarfi.
    Ráðgjöf um persónuleg málefni.

Til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina er velkomið að hringja í Farskólann í 455 6010 eða á netfangið farskolinn@farskolinn.is.