Háskólabrú á Sauðárkróki
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Þá er fyrsta námskeiði vetrarins lokið:) Námskeið í ostagerð sem fram fór helgina 3-4.september og ansi hreint glaðleg andlit í lok námskeiðs. Allir þátttakendur fóru heim með salatost, havarti, hvítmygluost, mysukaramellu, mysubrjóstsykur, ricotta og ostakúlur. Svo fengu þau í nesti gerla og hleypi til að æfa sig áfram heima.
Nú fimmta haustið í röð þá bjóðum við í frábæru samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV uppá okkar vinsælu og sérstaklega skemmtilegu námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á matarhandverki. Framboðið hefur aldrei verið meira og að þessu sinni eru tuttugu námskeið á dagskrá. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur. Starfsfólk Farskólans
Blönduós 23. maí kl. 14:00-16:00 Sauðárkrókur 24.maí kl. 14:00-16:00
Námskeiðið sem er 4 klst verður haldið í lok maí, byrjun júní. Nánari tímsetning verður auglýstar síðar og skráning mun fara fram innan hverrar starfsstöðvar .
28.apríl. 13:00-15:00 - Vefnámskeið