Námskeið fyrir fatlaða hafin eftir nokkurt hlé.

Námskeið fyrir fólk með fötlun eru í gangi í Skagafirði. Námskeiðið ,,Líf og heilsa”, sem er 78 klukkustunda smiðja, haldin þrisvar í viku, er kennd á Sauðákróki. Þátttakendur fræðast um heilbrigt mataræði og hreyfingu; fara í líkamsræktarstöð, FabLab, jóga og myndlist svo dæmi séu tekin. 

Sundnámskeið er haldið hjá HSN og er það haldið einu sinni í viku. Framundan er jólanámskeið þar sem þátttakendur föndra ýmsa hluti og baka fyrir jólin. 

Á Hvammstanga og Blönduósi er verið að skipuleggja námskeið sem haldin verða nú í haust. 

Á vorönn eru fyrirhugaðar smiðjur með áherslu á listnám. Eins leiklistar- og dansnámskeið.

Námskeiðin eru öll styrkt af hinu opinbera í gegnum Fjölmennt – fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Verkefnastjóri er Bryndís Þráinsdóttir.