Gæðin úr eigin garði – Vefnámskeið

Map Unavailable

Dagsetning/Tími
17/09/2020
17:00 - 18:30

Categories


Skráning

Lýsing: Á námskeiðinu er fjallað um ótal leiðir til að nýta sér uppskeruna af berjarunnunum, úr krydd- og matjurtagarðinum. Farið yfir geymslulausnir, kæligeymslur skoðaðar, hugleitt hvaða tegundir er gott að geyma í kæli, frysta og eða þurrka. Kennd grunnatriði í súrkálsgerð, að búa til kryddolíur og berjasultur.

Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla.

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 17. september kl 17:00 – 18:30

Lengd: 90 mín

Verð: 11.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.