Að kaupa sína fyrstu íbúð – Vefnámskeið

Á námskeiðinu verður rætt um ferlið við kaup á fyrstu fasteign, allt frá sparnaði fyrir útborgun að kaupunum sjálfum. Meðal þess sem litið verður á eru hlutdeildarlán, notkun séreignarsparnaðar í útborgun og hentug íbúðalán.  

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:  

– Hvernig kemst ég í gegnum greiðslumat?  

– Hvernig spara ég fyrir útborgun?  

– Hvaða lán á ég að taka?  

– Hvernig gengur kaupferlið á íbúðinni fyrir sig?  

– Hvaða kostnaður fylgir kaupunum og lántökunni? 

Fyrir hverja er námskeiðið? 

Námskeiðið hentar öllum þeim sem ekki hafa fest kaup á sinni fyrstu íbúð hér á landi eða vilja aðstoða aðra við það ferli. 

Ávinningur þátttakenda 

Þátttakendur læra á kaupferlið í heild sinni og munu geta reiknað út hvaða kaup eru raunhæf. Færra mun koma á óvart í kaupferlinu og helstu ákvarðanir verða teknar með upplýstari hætti 

Leiðbeinandi :

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans.

Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

Hvar og hvenær: 25.október- vefnámskeið 17:00-18:00

Lengd: 1.klst.

Verð: 16.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.