Áfram veginn – fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Er tímabært að horfa fram á veginn?
Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan, jafnvel sem barn?

Þá er vefnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi.

Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi?

Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.

Leiðbeinandi: Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD/einhverfu markþjálfi.

Hvar og hvenær: 2. og 9. október frá kl. 17:00-19:00 

Lengd: 4 tíma námskeið, tvö skipti.

Verð: 35.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.