Áleggsgerð – Kjölur

Lýsing:Farið verður yfir framleiðslu á mismunandi áleggstegundum sem henta á morgunverðarborðið eða fyrir hádegisbrunchinn. Þátttakendur gera lifrakæfu, malakoff og steik auk þess sem sýnikennsla verður á öðrum áleggstegundum. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu

Hvar og hvenær: 15.október 9:00-17:00. í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 8 klst

Verð: 22.500.* (Ath. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu)

Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir, kjötiðnaðarmaður

*ATH: Kjölur stéttarfélag bíður félagsmönnum sínum á þetta námskeið þeim að kostnaðarlausu.