Lýsing:Farið verður yfir framleiðslu á mismunandi áleggstegundum sem henta á morgunverðarborðið eða fyrir hádegisbrunchinn. Þátttakendur gera lifrakæfu, malakoff og steik auk þess sem sýnikennsla verður á öðrum áleggstegundum. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu
Hvar og hvenær: 15.október 9:00-17:00. í Vörusmiðjunni á Skagaströnd
Fjöldi: 6 þátttakendur
Lengd: 8 klst
Verð: 22.500.* (Ath. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu)
Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir, kjötiðnaðarmaður
*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í þessum námskeiðum þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.