Árangursrík samskipti á vinnustöðum – Vefnámskeið

Lýsing:

Lykillinn ađ framúrskarandi samstarfi, árangri í starfi og starfsánægju felst meðal annars í öflugum samskiptum.

Skemmtilegt og lifandi námskeið sem veitir innsýn í:

– Mismunandi samskiptastíl og hvað einkennir „fyrirmyndar“ samskiptastíl

– Einstaklingsmun í túlkun upplýsinga

– Algengar ástæđur ágreinings á vinnustöđum

– Hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum

– Hvernig viđ getum eflt færni okkar í ađ takast á viđ erfiđ samskipti á vinnustađnum og erfiđ mál sem þarf ađ ræđa

Þátttakendur taka þátt í léttum æfingum tengt efninu.

Hvað hafa þátttakendur sagt um námskeiðið:

– Lifandi framsaga, hélt vel athyglinni, tilbúin að hlusta og svara fyrirspurnum úr sal

– Aldeilis frábært og gagnlegt námskeið. Auðvelt að samsama sig og sjá hlutina í samhengi.

– Afar lifandi fyrirlesari. Kom efninu prýðisvel til skila. Veit helling um efnið eftir fyrirlesturinn og ég hef áhuga á að afla mér frekari upplýsinga.

– Efni námskeiðsins á erindi (jafnvel brýnt) inn á flesta vinnustaði. Mjög góð hugvekja.

Leiðbeinandi : Rakel Heiðmarsdóttir

Hvar og hvenær: Vefnámskeið –  29.september. 13:00-16:00

Lengd: 3.klst

Verð: 19.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.