Bakaðir eftiréttir – Creme Brulee og Creme Caramel  

Námskeiðið er fyrir starfsfólk  Skagafjarðar og er hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Farið verður yfir tvær ólíkar aðferðir við gerð bakaðra eftirrétta og útbúið sykurskraut. Þessir frönsku réttir eru líkir við fyrstu sýn en hafa ólíka áferð og bragð. Þátttakendur gera þessa eftirrétti frá grunni og taka afrakstur með sér heim.

Þessir klassísku eftirréttir þykja alltaf góðir og gaman að bjóða upp á þá við ýmis tækifæri.

ATH – Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér 3-4 krukkur sem eru beinar upp og taka 1-2 dl

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari

Hvar og hvenær: 15.febrúar. 18:00-21:00 í skólaeldhúsi Árskóla.

Lengd: 3.klst