Bakstur á Súrdeigsbrauði

Lýsing: Bakstur úr súrdeigi þykir mörgum spennandi en að sama skapi flókinn. Það verður farið yfir allt efnið frá A- Ö og munu þátttakendur verða margs vísari um súrdeigsbaksturinn og allt sem honum fylgir.
Innifalið er allt hráefni. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Allir taka bakað brauð með sér heim og súrdeigsmóður.

Hvar og hvenær:   Í skólaeldhúsi á hverjum stað. 

4.október. Hvammstangi – 17:00-20:30 

6.október. Blönduósi – 17:00-20:30

11.október. Skagaströnd – 17:00-20:30

13.október. Sauðárkrókur – 17:00-20:30

Fjöldi: 8 þátttakendur

Lengd: 3,5 klst

Verð: 21.900.* kr (Ath. Þátttakendur taka afurðir eigin vinnu með sér heim)

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari.

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.