Betri skilningur og bætt samskipti

Lýsing: Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig?

Fyrir námskeiðið taka þátttakendur DISC könnun á netinu (könnunin er á ensku) sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þeim, hvernig þeir geta nýtt sér þá frekar og fá einnig    innsýn í hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra á vinnustað.  

Áður en námskeiðið hefst fá síðan þátttakendur skýrslu, um þeirra samskiptamynstur (styrkleika, veikleika, hvata og fleira) sem unnin er út frá svörun þeirra á könnuninni. Unnið er með skýrsluna á námskeiðinu ásamt mikið af skemmtilegum æfingum.

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka áhrif sín í samskiptum. Samskipti eru einn mikilvægasti þátturinn sem vinnustaðir munu krefjast í kjölfar meiri tæknivæðingar.

Leiðbeinandi: Kjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari.

Hvar og hvenær: 25. nóvember kl 13:00 – 16:00 á Sauðárkróki

Lengd: 3 klst

Verð: 26.700 kr.*

*ATH: Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu geta sótt þetta námskeið sér að kostnaðarlausu!

*ATH: Félagsmenn í Iðunni geta sótt þetta námskeið og fer skráning fram í gegnum Iðuna. Sjá hér: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2020/11/25/Betri-skilningur-og-baett-samskipti/?flokkur=Bygginga-+og+mannvirkjagreinar&origin=forsidufleki