Borðskreytingar fyrir veisluborðið

Þátttakendur læra að gera einfalda borðskreytingu úr blómum og fleiru sem sómir sér vel á veisluborði.

Jafnframt fá þátttakendur fræðslu um umhirðu og meðhöndlun afskorinna blóma.

Allt hráefni verður á staðnum og fara þátttakendur heim með borðskreytingu.

Leiðbeinandi: Hrafnhildur Skaptadóttir, eigandi blóma og gjafabúðarinnar á Sauðárkróki. 

Hvar og hvenær: 

12.mars – Hvammstangi 19:00 – 21:30
13.mars – Blönduós 18:30 – 21:00
19.mars- Skagaströnd 18:30 – 21:00
20.mars- Sauðárkrókur 18:00 – 20:30

Verð: 29.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.