Lýsing: Farið verður yfir helstu tegundir hnífa og notkunargildi þeirra. Kenndar verða nokkrar aðferðir við að brýna hnífa og hvernig best er að halda í þeim biti. Þátttakendur mega koma með sína eigin hnífa sem þeir brýna á námskeiðinu.
ATH. Á námskeiðinu verða til sýnis hnífar og brýningartól sem þátttakendum býðst að kaupa með góðum afslætti.
Hvar og hvenær:
11.nóvember 9:00-12:00. Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Fjöldi: 10 þátttakendur
Lengd: 3 klst
Verð: 10.900 kr*
Leiðbeinandi: Páll Friðriksson
*ATH: Kjölur stéttarfélag bíður félagsmönnum sínum á þetta námskeið þeim að kostnaðarlausu.