Eitt í einu, þetta kemur! – Skipulag heimilisins – Vefnámskeið

Tveggja kvölda námskeið með skipuleggjandanum Virpi til að veita okkur verkfæri frammi fyrir óyfirstíganlega stóru hversdagslegu skipulags- eða tiltektar verkefni.

Heimili okkar allra er samansafn af allskonar hlutum og minningum sem við höfum sankað að okkur á lífsleiðinni. Stundum myndast úr þessu öllu óreiða sem hefur verulega hamlandi áhrif á okkur, en tilhugsunin um að takast á við óreiðuna og koma á skipulagi sem hentar okkar þörfum í dag getur verið yfirþyrmandi.

Á þessu námskeiði kynnir Virpi nokkur verkfæri sem nýtast í að búta niður verkþætti og fara hægt og rólega að sigrast á skipulagsverkefninu. Þetta gerir hún með blöndu af góðum praktískum lausnum og verkfærum jákvæðrar sálfræði. Megin markmið námskeiðsins er að koma okkur öllum af stað í okkar eigin verkefni og bæta þannig líðan.

Leiðbeinandi : Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi, en enska starfsheitið er „Professional Organizer“. Virpi er finnsk, tveggja barna móðir, hefur búið á Íslandi í um aldarfjórðung og talar íslensku reiprennandi. Virpi rekur sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið – 27. okt. og 3. nóv. kl. 17:00 – 18:00.

Lengd: 2 klst., 2 skipti.

Verð: 13.900 kr.*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.