Eldfjallafræði á mannamáli – Vefnámskeið

Jarðfræðileg málefni hafa verið í ofarlega í huga landsmanna undanfarin misseri og umfjöllun um eldgos, jarðskjálfta og fleira hefur vakið forvitni margra.

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í eldfjallafræði þar sem flókin hugtök verða færð yfir á mannamál. Farið er yfir þau helstu jarðfræðilegu ferli sem tengjast eldvirkni, allt frá efnasamsetningu og hegðun kviku yfir í öflugustu sprengigos landsins ásamt því að við lærum um eldvirkni Íslands og af hverju landið okkar sé svona lifandi og einstakt!

Helga Kristín Torfadóttir er eldfjalla- og bergfræðingur. Hún er með BSc-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands, MSc-gráðu í eldfjalla- og bergfræði frá Háskóla Íslands og heldur áfram að sérhæfa sig á því sviði í doktorsnámi. Hún er einnig fagmenntaður leiðsögumaður og hefur að mestu leyti nýtt þau fræði sem jöklaleiðsögumaður. Hún hefur komið að jarðfræðikennslu við Menntaskólann í Reykjavík ásamt eldfjallafræði, steindafræði og kortlagningu hjá Háskóla Íslands og jarðfræðinámskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún heldur úti Instagram aðgangnum @geology_with_helga þar sem hún sýnir frá ýmsum ævintýrum og fræðir um þá jarðfræði sem kemur þar við sögu.

Leiðbeinandi:Helga Kristín Torfadóttir eldfjalla- og bergfræðingur

Hvar og hvenær: Á ZOOM miðvikudaginn 21. febrúar frá 17-19.

Verð: 16.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.