Eldhúsið – hjarta heimilisins – Vefnámskeið

Dreymir þig um að gera eldhúsið að þínu með einföldum breytingum? Aðstaða og vinnuskipulag skipta öllu máli þar sem við eyðum góðum hluta úr deginum í eldhúsinu. Innréttingar og fyrirkomulag á að auðvelda þér verkin og ýta undir sköpunarkraftinn til þess að þú getir töfrað fram frábærar máltíðir og góðar minningar.
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulag og fyrirkomulag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir.

Farið verður yfir grunnþætti hönnunar og skoðað hvað þarf að hafa í huga til að aðstæður henti öllum þeim verkefnum sem til falla í eldhúsinu, hvort sem það eru stórveislur, mánudagspastað, vinna við eldhúsborðið eða huggulegheit o.fl. Gæta þarf að mörgu, svo sem lýsingu, góðri loftun og góðu skipulagi.
Á námskeiðinu er fjallað um
 Góða vinnuaðstöðu.
 Hvað þarf fyrir gott skipulag.
 Mismunandi lýsingu við hin ýmsu verkefni.
 Hvað litir geta gert fyrir rýmið.
 Stemmingu og val á húsgögnum.
 Loftun, því eldhúsið krefst góðrar loftunar.
Ávinningur þinn
 Þú færð góða yfirsýn yfir hvernig eigi að bera sig að við smáar eða stórar breytingar á eldhúsi.
 Hver er þinn smekkur og hvernig stemmingu viltu fanga?
 Þarfagreining á eldhúsinu.
 Þú öðlast betri skilning á því hvað þarf til að bæta aðstöðuna í eldhúsinu.
Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta vinnuaðstöðu, útlit og skipulag eldhússins til þess að það uppfylli þeirra þarfir.

Leiðbeinandi : Emilía Borgþórsdóttir er iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið – 17.nóvember. 17:30-19:30

Lengd: 2.klst.

Verð: 16.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.