Ertu jákvæður leiðtogi í lífi og starfi? – Vefnámskeið

Lýsing: Á námskeiðinu er fjallað um hvaða áhrif einstaklingar hafa á umhverfi sitt í leik og starfi á degi hverjum. Fjallað um leiðtogahæfni með áherslu á hvernig hægt sé að styðja við að skapa jákvæða menningu allt í kringum sig. Skoðaðar eru nokkrar leiðir sem geta nýst leiðtogum við að skapa fyrir sig sýn sem er drifin er áfram af jákvæðni og vinnusemi.

Leiðbeinandi: KVAN

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 3. nóvember kl 14:00 – 15:00

Lengd: 60 mín

Verð: 11.000 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.