Fab Lab Sauðárkrókur- Fusion 360 – Staðkennt

Stutt námskeið í notkun þrívíddar forritsins Fusion360. Fusion360 er sterkt þrívíddarforrit sem er þægilegt í notkun þegar kemur að tækniteikningu og uppsetningu fyrir stafræna framleiðslutækni eins og 3D prentara, fræsara og laserskurðvélar. Í þessu námskeiði teikna nemendur upp einföld verkefni.  

Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson forstöðumaður FABLAB Akureyri

Hvar og hvenær: 26.feb og 28.feb 17:30-20:30

Lengd: 6.klst.

Verð: 24.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.