Fab Lab Sauðárkrókur- Laserskurður – Staðkennt

Á þessu grunnnámskeiði í notkun á Inkscape og laserskurðarvél verður farið yfir forritið Inkscape, öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél. Nemendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði. Laserskurðar vélarnar sem Fab Lab sauðárkróki er með eru Epilog Helix Laser 40w vélar sem geta skorið í gegnum allt að 6mm þykk efni (timbur, plexigler o.fl). Einnig er hægt að merkja í sterkari efni (gler og stein).

Byrjað verður á því að hanna og skera út lyklakippur úr timbri og plexigleri. Ef nemendur ná fljótt yfir hugtök og notkun á Inkscape þá verða framleidd lítil skilti eða plattar með merkingu.

Leiðbeinandi: Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, starfsmaður Fab Lab Sauðárkróki

Hvar og hvenær: Námskeiðið verður tímasett þegar náðst hefur í hóp. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig og verður haft samband við skráða þegar nægilegum fjölda er náð.

Lengd: 6.klst.

Verð: 24.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.