Markmið námsins er að læra grunnatriði í notkun og gerð móta.
Farið verður í hvernig hægt er að búa til mót með vacuum vél hvort heldur sem það er eitthvað 3D hannað og prentað eða hlutur sem hægt er að móta eftir sem þegar er til.
Er þá hægt að nýta það mót til afsteypugerðar fyrir gifs, resin, matvæli s.s. marsipan, sykurmassa eða súkkulaði eða aðrar hugmyndir sem kunna að koma upp.
Þar á eftir verður farið yfir grunn atriði afsteypugerðar þar sem verður steypt í mót sem nemendur búa til sjálfir sem og silicon mót sem þegar eru til í smiðjunni, þar á meðal vasa, kertastjaka eða marg forma diska.
Leiðbeinandi: Karítas Björnsdóttir
Hvar og hvenær: 30.okt og 6.nóv 18-21
Lengd: 6.klst. 2.skipti
Verð: 24.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.