Farið yfir grunnatriði hönnunar og framleiðslu rafrása. Nemendur setja saman og forrita rafrás með tilliti til hönnunar kennara. Nemendur útfæra rásirnar, fræsa út í koparplötur, lóða íhluti á sinn stað og forrita örgjörvann.
Markmið: Hanna rafrás með örtölvu, viðnámum og ljósdíóðum. Forrita örtölvuna með eigin kóða.
Helstu forrit: KiCad og Carbide Copper
Leiðbeinandi: Gestakennari og starfsmaður Fab Lab Sauðárkróki
Hvar og hvenær: Mánudaginn 20.nóv. miðvikudaginn 22.nóv. og mánudaginn 27. nóv milli 18:00-21:00.
Lengd: 9.klst. Kennt í þremur lotum
Verð: 32.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
*ATH: Námskeiðið fer fram á ensku.