Fab Lab Sauðárkrókur- Textílhönnun- Starfsmenn Skagafjarðar

Markmið námsins er að læra hvernig hægt er að endurnýta og endurhanna fatnað og annan textil í nýtt notagildi og auka þannig verðmæti þeirra og koma í veg fyrir sóun.

Þátttakendur koma með sér textil sem þeim langar til að nota, breyta, bæta eða hanna frá grunni. Getur það verið fatnaður sem passar illa, eða orðinn slitinn að hluta til eða annað efni sem viðkomandi langar að nýta.

Getur þetta verið einstök flík sem einstaklingurinn vill breyta eða eitthvað alveg ný hönnun úr hinum ýmsu efnum.

Vélar og tæki sem verður farið yfir möguleika og notkun:

  • overlock saumavél
  • saumavél með stafrænu munstir og stöfum
  • vínylskerai og hitapressa
  • laser og
  • 3D prentara
  • allur annar búnaður sem er í smiðjuni ef eftir því er óskað

Leiðbeinandi: Karítas Björnsdóttir

Hvar og hvenær: Helgarnámskeið laugardaginn 14. október milli 9-12 og 13-16

Lengd: 6.klst.