Fab Lab – Fræsara námskeið

Stutt námskeið í notkun á tölvustýrðum fræsara. Farið verður yfir forritið VCarve og hvernig á að teikna upp og yfirfæra í tölvustýrðan fræsara. Farið verður yfir notkun á stórum fræsara og öryggismál í kringum hann. Nemendur fá tilbúna hönnun af koll eða náttborði sem þau fræsa út og fá að eiga eftir námskeiðið.  

Þeir sem ljúka námskeiðinu hafa greiðari aðgang að CNC fræsinum Í Fab Lab í framtíðinni.  

Leiðbeinandi: Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, starfsmaður Fab Lab Sauðárkróki

Hvar og hvenær: 28 og 30. október og 6. nóvember, 18:00 – 21:00

Lengd: 9.klst.

Verð: 32.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi