Fjármál við starfslok- Vefnámskeið – HSN

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

– Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?

– Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?

– Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar? – Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?

– Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?

– Hvaða skatta kem ég til með að greiða?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar einkum fólki sem komið er yfir sextugt og vill bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða nákomna lífeyrisþega.

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda

Leiðbeinandi :

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans.

Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

Hvar og hvenær: 13.september – vefnámskeið 17:00-19:00

Lengd: 2.klst.