Fjölæringa í blómabeðin – Vefnámskeið

Lýsing: Hver kannast ekki við ensk blómaengi og skrúðgarða með fjölæringum í öllum stærðum og gerðum og öllum regnbogans litum. Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu, fjölærar blómplöntur, ræktunaraðferðir og skiptingu plantnanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild.

Leiðbeinandi : S. Embla Heiðmarsdóttir, Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum.

Hvar og hvenær: Vefnámskeið 4.maí 16:30-18:00

Lengd: 90 mín

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.