Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir lög og reglugerðir sem snúa að forgangsakstri, ábyrgð ökumanns sem ekur forgangsakstur og eðlisfræði tengda akstri. Þátttakendur fá einnig innsýn í norsku AMF aðferðina (akstur með forgangi) sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þar vinna eftir og unnið er eftir innan lögreglunnar hér á landi. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum HSN sem þurfa að aka forgangsakstur.
Leiðbeinandi: Guðjón S. Magnússon, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, ökukennari og leiðbeinandi í forgangsakstri. .
Hvar og hvenær:
Hópur 1: 8. apríl kl. 15-17.
Hópur 2: 15. apríl kl. 15-17.