Fyllið garðinn af blómstrandi trjám, runnum og fjölærum plöntum – Vefnámskeið

Blómstrandi tré, runnar og blómríkar fjölærar blómplöntur mynda fallega litríka heild í garðinum og skapa rómantík, stuðla að slökun og vellíðan. Á námskeiði Auðar verður farið í val á tegundum sem eru í blóma að vori, yfir sumartímann og fram á haust. Hvernig smekklegt er að raða tegundum saman, eftir hæð, umfangi, blaðgerð og blóm- og haustlit og hvar sé besta að staðsetja þær í garðinum með tilliti til birtu og skjóls.  

Hávaxin tré mynda andstæður við kantlaga form bygginga og breyta sjóndeildarhringnum þegar þau ber við himin. Með blómríkum trjám má ná fram breytileika og og laða að fuglalíf. Kynning á aðferðinni sem kölluð er „einn, tveir og tré“ sem vísar til þess að lægstu plönturnar skuli ávallt vera fremst í beðum, en þær hæstu aftast. Þannig er tryggt að útlit allra plantna njóti sín. Nemendur fá lista yfir tegundir þar sem þær eru flokkaðar eftir hæð, blómlit og umfangi. Sem dæmi um not á listanum þá nýtist hann t.d. fyrir þá sem vilja hafa hvít svæði, bleik svæði eða græn svæði í garðinum.  

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Hvar og hvenær: 11.maí frá kl. 17:00-18:30.

Lengd: 90. mín.

Verð: 13.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.