ADHD fullorðinna- Vefnámskeið

Fjallað verður um eftirfarandi:  

  • Hvað er ADHD – Grunneinkenni, birtingarmynd og þróun einkenna  
  • Sjálfsmyndin og þróun fylgiraskana 
  • Stýrifærni heilans 
  • Áhrif í daglegu lífi 
  • Neikvæðar afleiðingar ógreinds ADHD 
  • Greining og meðferð ADHD 

Leiðbeinandi: Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klíniskri sálfræði. Hennar aðalstarf er við Sálfræðiþjónustu Barnaspítala Hringsins þar sem hún hefur starfað frá árinu 2011 og á Kvennadeild frá vorinu 2021. Drífa rak eigin stofu á árunum 2014 til 2021 þar sem hún sinnti greiningum og meðferð barna og fullorðinna með ADHD og aðrar raskanir. Hún sat í stjórn ADHD samtakanna frá árinu 2012 til 2019 og hefur haldið regluleg námskeið fyrir börn og unglinga á vegum ADHD samtakanna frá árinu 2014.

Hvar og hvenær: Fimmtudagur 16. febrúar kl. 17.00

Lengd: 90. mín.

Verð: 14.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.