Grillað og reykt

Lýsing: Grillað og reykt við öll tækifæri. Á námskeiðinu verður farið í gegnum þær aðferðir sem grillið hefur upp á bjóða; hægeldun, glóðun og reykingu. Þátttakendur eru gestgjafar og gestir á þessu námskeiði, því þátttakendur undirbúa, grilla og reykja stórkostlegan kvöldverð sem þeir síðan snæða saman í lokin.

Notast verður við þrjú ólík grill; kolagrill, gasgrill og char broil big easy smoker og verður farið yfir muninn á þessum aðferðum. 

Hvar og hvenær: 6.maí. 13:00-16:00. 2023.  í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 8 þátttakendur

Lengd: 3 klst

Verð: 21.900 kr.* 

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir. 

*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í þessum námskeiðum þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.