Grunnmennt 1 – almennar bóklegar greinar

Lýsing:  Grunnmennt er nám sem er ætlað fullorðnu fólki sem orðið er 18 ára og vill styrkja sig í kjarnagreinunum, íslensku, dönsku, stærðfræði og ensku eða undirbúa sig undir frekara nám eins og til dæmis iðngreinar. Námið hentar vel fólki sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki, hefur ekki verið lengi í námi og vill fara róælega af stað. Í náminu fá námsmenn góðan stuðning og hvatningu og allir eru hvattir til að fara í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa. Námið er unnið í sáinni samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Markmið: 

  • Að byggja upp grunn í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.
  • Að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms og auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra.
  • Að þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Áfangar í boði: 

  • Íslenska 1 – ÍSLE1HF05
  • Íslenska 2 – ÍSLE2MB05
  • Danska – DANS2LS05
  • Enska 1 – ENSK1UN05
  • Enska 2 – ENSK2OT05
  • Stærðfræði 1 – STÆR1IB05
  • Stærðfræði 2 – STÆR2AF05

Hvar og hvenær: Námið verður kennt frá Sauðárkróki. Ef námsmenn koma víða að verður kennd í gegnum TEAMS. Kennt á mánudaögum og miðvikudögum frá kl. 18:00 – 21:45.

Lengd: 200 klst eða 300 kest.

Verð: 75.400 kr. Námsbækur fá nemendur lánaðar í Farskólanum.

Leiðbeinendur: Gísli Árnason, Hafdís Einarsdóttir,  Eva Óskarsdóttir og Ágúst Ingi Ágústsson.

*ATH: Við hvetjum alla til að athuga með rétt sinn til endurgreiðslu hjá fræðslusjóði síns stéttarfélags.

Upplýsingar og skráning í síma 455-6010 eða á  johann@farskolinn.is