Grunnmennt – almennar bóklegar greinar – góður undirbúningur fyrir iðngreinar

Lýsing: 

Grunnmennt er nám sem er ætlað fullorðnu fólki sem orðið er 18 ára og vill styrkja sig í kjarnagreinunum, íslensku, dönsku, stærðfræði og ensku eða undirbúa sig undir frekara nám eins og til dæmis iðngreinar. Námið hentar vel fólki sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki, hefur ekki verið lengi í námi og vill fara rólega af stað. Í náminu fá námsmenn góðan stuðning og hvatningu og allir fá í upphafi viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa. Námið er unnið í náinni samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og áfangaheitin eru þau sömu og hjá FNV.

Hægt er að skrá sig inn í einstaka áfanga. Áfangar, sem nemdur hafa lokið frá öðrum skólum, eru metnir inn í námið.

Allir nemendur hefja námið með því að koma í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa sem fer yfir stöðuna með hverjum og einum.

Gert er ráð fyrir heimavinnu og teljast þær stundir með sem vinnustundir nemenda. Námsbækur fá nemendur lánaðar í Farskólanum.

Sjá nánar á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulifsins: www.frae.is.

Markmið: 

  • Að byggja upp grunn í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.
  • Að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms og auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra.
  • Að þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Áfangar sem kenndir eru í Grunnmennt:

  • Upplýsingatækni – UPPTIUT05 – Upplýsingatækni og tölvunotkun. Fyrir alla sem stunda nám í Grunnmennt.
  • Íslenska 1 – ÍSLE1HF05fornámsáfangi (Áfanganúmer gæti breyst).
  • Íslenska 2 – ÍSLE2MB05 – Ritun, bókmenntir og málnotkun – Fyrir þá sem stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun.
  • Íslenska 3 – ÍSL2BM05 – Ritun, bókmenntir, málsaga, tjáning – Fyrir þá sem stunda nám í rafvirkjun.
  • Danska – DANS2LS05 – Lestur, skrif og skapandi hugsun. Fyrir þá sem stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun.
  • Enska 1 – ENSK1UN05Fornámsáfangi.
  • Enska 2 – ENSK2OT05 – Orðaforði, tjáning og lestur. Fyrir þá sem stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun og vélvirkjun.
  • Enska 3 – og Áfangaheiti nánari lýsing á eftir að koma inn.
  • Stærðfræði 1 – STÆR1IB05Fornámsáfangi.
  • Stærðfræði 2 – STÆR2AF05 – Algebra, föll og mengi. Fyrir þá sem stunda nám í húsasmíði og rafvirkjun. 
  • Stærðfræði 3 – STÆR2RH05 – Rúmfræði og hornaföll. Fyrir þá sem stunda nám í rafvirkjun og vélvirkjun. 
  • Námstækni – námið hefst á námstækni.

Hvar og hvenær: Námið verður kennt frá Sauðárkróki og kennslustundum streymt á netinu í rauntíma. Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18:00 – 21:45. Námið hefst 18. september.

Lengd: Nánar auglýst í ágúst 2023. Á haustönn verða fjórir áfangar kenndir; Námstækni, upplýaingatækni, stærðfræði 1 og íslenska 1. Samtals 130 kennslustundir.

Verð:  79.000 kr ef allir áfangar eru teknir.

Leiðbeinendur: Upplýsingar um kennara koma í september 2023.

*ATH: Við hvetjum alla til að athuga með rétt sinn til endurgreiðslu hjá fræðslusjóði síns stéttarfélags.

Upplýsingar og skráning í síma 455-6010 eða á  johann@farskolinn.is