Líf og heilsa – almenn heilsuefling

Lýsing:

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í sex námsþætti.

Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu,
leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Í náminu er lögð áhersla á:

  • sjálfseflingu,
  • ígrundun,
  • markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda.

Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu. Það er fyrst og fremst hugsað
sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö.

Námið spannar 300 klukkustundir og mögulegt er að meta það til 15 eininga á
framhaldsskólastigi.

Sjá nánari upplýsingar í námskránni á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulifsins: www.frae.is.

Helstu námsþættir: 

  • Heilsulæsi, skráning og mat.
  •  Samvinna, markmiðasetning og hvatning.
  • Fjölbreytt hreyfing.
  • Hollt mataræði, skammtastærðir og næring.
  • Andlegar áskoranir.
  • Eftirfylgni.

Hvar og hvenær: Námið verður kennt frá Sauðárkróki og kennslustundum streymt á netinu í rauntíma. Námskeiðið hefst um leið og lágmarksfjölda þátttakenda er náð.

Lengd: Gert er ráð fyrir að námið standi yfir í átta mánuði eða skóláárið 2023 – 2024.

Verð:  24.000 kr.

Leiðbeinendur: Ýmsir.

*ATH: Við hvetjum alla til að athuga með rétt sinn til endurgreiðslu hjá fræðslusjóði síns stéttarfélags.

Upplýsingar og skráning í síma 455-6010. Opið er fyrir skráningar til 10. október.