Grunnnámskeið í útivist og fjallgöngum

Farskólinn og SÍMEY, í samstarfi við Fjallafjör, bjóða upp á grunnnámskeið í útivist og fjallgöngum.  Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að almennri útivist og fjallgöngum s.s. undirbúningi ferða, búnaði, öryggi, næringu, þjálfun, leiðarvali, skóreimingar svo eitthvað sé nefnt.  Námskeiðið er í senn bóklegt og verklegt og Fjallabókin eftir Jón Gauta Jónsson er innifalin í verði námskeiðsins. Farið verður í göngu báða dagana ef veður leyfir og þarf fólk því að koma búið til göngu. 

Leiðbeinandi: Guðmundur Örn Sverrisson. Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör, var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012. Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

Hvar og hvenær:  Námskeiðið verður haldið helgina 27 og 28.apríl 9:00-17:00 hvorn dag.

Lengd: 16.klst

Verð: 29.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi