Grunnur að góðu breytingarskeiði – Vefnámskeið

Breytingaskeiðið hefur lengi verið geymt i myrkrinu, lítið mátt tala um þetta óumflýjanlega skeið sem allar konur fara í gegnum á einn eða annan hátt, margar konur upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning.

Breytingaskeiðið er meira en bara hitakóf og pirringur, sumar konur finna fyrir lífshamlandi einkennum sem geta ógnað framtíðarheilsu og atvinnuöryggi.

Markmiðið með þessu námskeiði er að fræða fólk, uppræta fordóma og útrýma tabúinu.

Leiðbeinandi: Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og markþjálfi

Hvar og hvenær: 11.0któber 17:00-18:00

Lengd: 1.klst

Verð: 16.900.kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.