Dagana 29.mars til 2.apríl ætla starfsmenn og kennarar Farskólans að heimsækja matarhandverksskólann Eldrimner í Svíþjóð ásamt því að sitja námskeið í ostagerð og heimsækja smáframleiðendur á svæðinu.
Ingela Bring Martensen eigandi „Osterian af Jemtland“ og kennari við Eldrimner https://www.osterianafjemtland.se/ ætlar að taka á móti okkur og leiðsegja á meðan dvölinni stendur.
Við viljum endilega hafa sem flesta með okkur sem hafa áhuga á að heimsækja Eldrimner og þá smáframleiðendur sem til stendur að hitta og biðjum við alla áhugasama að skrá sig þannig að við getum haldið ykkur uppfærðum. Skráning segir ekkert nema það að þú hafir áhuga á að vita meira og viljir fá að fylgjast með.
Dagskráin er ekki alveg komin á hreint, en verður sett inn hér jafnóðum og hún skýrist.
Við munum einnig setja inn kostnað um leið og hann skýrist. En viljum minna á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína vegna svona ferðalaga.
Það sem komið er á hreint, er að við heimsækjum:
Ostaframleiðsluna Osterian af Jemtland þar sem við sitjum saman námskeið og lærum að gera „Traditional Swedish hard cheese“
Matarhandverkskólann Eldrimner
Við ætlum að heimsækja Sauðfjármjólkurbúið Strommensgardsmejeri
Við heimsækjum litla bruggverksmiðju
Hvar og hvenær: 29.mars – 2.apríl.
*ATH: Við viljum gjarnan vekja athygli á því að mjög mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína rausnarlega til þess að taka þátt í svona námsferðum, þannig að hafðu samband við okkur eða beint við stéttarfélag þitt til þess að fá meiri upplýsingar.