HSN – Hamfarahlýnun í hádegismat

Þetta námskeið er ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Verklegt matreiðslunámskeið þar sem unnið er með loftslagsvænni hugsun í mataræði og meðferð matvæla. Við setjum fókusinn á hvernig hægt er að sporna við matarsóun heima hjá sér og á vinnustöðum. Mikilvægi þess að vita hvaðan maturinn kemur og hvernig við getum aukið vægi plöntufæðis í daglegu mataræði.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér hráefni sem dagað hefur upp í skápum og við töfrum fram rétti sem nýta hráefni sem annars myndi enda í tunnunni.

Námskeiðið er 4 – 4 ½ klst og endar með sameiginlegu borðhaldi þar sem við gæðum okkur á kræsingunum sem nemendur hafa eldað.

Gott að taka með sér svuntu og ílát til að taka mat með heim, því ekki viljum við henda afgöngum.

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík samtakanna. Hún hefur verið ötul í baráttunni við matarsóun undanfarin 10 ár. Einnig hefur hún miðlað þekkingu á grænmetisfæði á námskeiðum víða um land í rúmlega 20 ár.

Hvar og hvenær: 18.mars 15:00-19:00 á Sauðárkróki