HSN – Þjónandi leiðsögn

Þetta námskeið er ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl. Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru í forgrunni. Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika, hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á.
Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru;

öryggi

að upplifa umhyggju og kærleika

að veita umhyggju og kærleika

þátttaka.

Megináhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu.

Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir. Þátttakendur munu vinna verkefni bæði einstaklings- og hópverkefni. Lögð er áhersla á að efla þátttakendur í því að takast á við krefjandi og erfiðar aðstæður.

Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar.

Leiðbeinandi: Mentorar innan HSN

Hvar og hvenær:

Námskeiðið sem er 4 klst verður haldið í lok maí, byrjun júní. Nánari tímsetning verður auglýstar síðar og skráning mun fara fram innan hverrar starfsstöðvar .
Ath að tímasetning á umsóknarvef er ekki rétt/endanleg.